Klínísk lyfjarannsókn
Allar umsóknir um klínískar lyfjarannsóknir skulu berast VSN. Athugið að ekki þarf að senda umsókn til Persónuverndar.
Með rafrænum skilum umsókna til Vísindasiðanefndar gegnum Mínar síður á vef stjórnarráðsins þarf ekki að skila inn pappírseintökum af umsókn eða fylgiskjölum. Til þess að sækja um heimild nefndarinnar til vísindarannsókna á mönnum með rafrænum hætti þarf aðgang að minum síðum á vef stjórnarráðsins með rafrænum skilríkjum, íslykli eða sérstöku aðgangsorði með kennitölu.
Senda má umsókn á ensku, þó þannig að liður 3 (Tilgangur rannsóknarinnar og lýsing í hnotskurn) skal alltaf vera einnig á íslensku. Allt efni sem til kynningar og samskipta við íslenska þátttakendur vera á íslensku.
Ífylltur gátlisti fyrir klíníska lyfjarannsókn skal fylgja svo unnt verði að taka umsókn á dagskrá VSN. Skrifleg viðurkenning skrifstofunnar á móttöku gátlista er staðfesting að umfjöllun um umsókn geti hafist. Hafa ber í huga að sama 10 daga regla um umfjöllun Persónuverndar gildir einnig fyrir klínískar lyfjarannsóknir.
Rafrænt eyðublað fyrir umsókn: Klínísk lyfjarannsókn
Gátlisti fyrir klíníska lyfjarannsókn