Forsíða

7. janúar 2020 - 13:30

Vísindasiðanefnd fundar þriðjudagana 14. og 28. janúar.

6. janúar 2020 - 15:30

Vegna þess að reglugerð nr 850/2019, um tilkynningar til þátttakenda í vísindarannsóknum á heilbrigðissviði, var felld úr gildi 2. janúar sl., hefur umsóknareyðublaði VSN verið breytt í samræmi við þessa ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins.

3. janúar 2020 - 16:30

Skrifstofu Vísindasiðanefndar hefur í dag 3. janúar 20120, borist eftirfarandi bréf varðandi reglugerð 850/2019 sem skyldar rannsakendur til þess að gefa þátttakendum kost á að fá að vita um niðurstöður sem eru mikilvægar fyrir heilsu þeirra:

Tilvísun í mál: HRN19120101

10. desember 2019 - 12:30

Skrifstofa Vísindasiðanefndar verður lokuð frá kl 13 í dag 10. desember 2019.

Fundi sem vera átti í dag hefur verið frestað til þriðjudagsins 17. desember.

7. nóvember 2019 - 11:15

Um næstu áramót tekur gildi reglugerð 850/2019 um tilkynningar til þátttakenda í vísindarannsókn á heilbrigðissviði. Í reglugerðinni er mælt fyrir um tilkynningar til þátttakenda um þætti sem koma fram við framkvæmd rannsóknar og varða heilsu þátttakenda, þ.m.t. um mikilvæga þætti sem varða erfðamengi þátttakenda.

Pages