CIOMS

Council for International Organizations of Medical Sciences (CIOMS) er alþjóðlegt samstarf utan opinberra stofnana (NGO, non-profit). CIOMS var stofnað sameiginlega af Aljóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) og UNESCO árið 1949.

CIOMS þjónar vísindalegum hagsmunum lífvísinda almennt og hefur gegnt mikilvægu hlutverki í því að útbreiða og innleiða siðfræðileg viðmið og leiðbeiningar í rannsóknum, meðal annars "International Ethical Guidelines for Biomedical Research Involving Human Subjects" sem út komu á vegum CIOMS árið 1993. Þessar leiðbeiningar (upphaflega) í fimmtán köflum fjalla m.a. um upplýst samþykki og notkun þess, viðmið fyrir eftirlit utanaðkomandi aðila með framkvæmd rannsókna, hvernig aflað er þátttakenda í rannsóknir ofl. Leiðbeiningarnar eru almennar og byggja á meginreglum siðfræði í lífvísindum.

Leiðbeiningar um þátttöku fólks

Leiðbeiningarnar "International Ethical Guidelines for Biomedical Research Involving Human Subjects", sem eru stundum kallaðar CIOMS leiðbeiningarnar frá 1993 voru endurskoðaðar  og aukið við þær köflum árið 2002 og endurskoðun á þeirri útgáfu stendur yfir. Nú eru kaflarnir 21. Sækja

Mikilvægar upplýsingar er að finna hér:  Human experimentation og hér:  Informed consent