Almenn rannsókn
Til þess að sækja um heimild VSN með rafrænum hætti skal nota hlekkinn hér fyrir neðan sem skilar þér á eyðublaðavefinn á vef stjórnarráðsins. Til aðgangs inn á Eyðublaðavefinn þarftu rafræn skilríki, eða íslykil. Vinsamlega skannið fylgiskjöl og hengið þau við umsóknina.
Kynnið ykkur vel Leiðbeiningar við gerð umsóknar um almenna rannsókn eða gagnarannsókn (sjá næsta flipa á undan).
Til að fylla í rafræna umsókn veldu: Almenn rannsókn - rafræn.
Sé umsókn send af öðrum en ábyrgðarmanni þarf að fylgja undirrituð skuldbinding ábyrgðarmanns. Eyðublaðið færðu hér: Skuldbinding ábm.
Til hagræðis fyrir umsækjendur sem vinna með einum eða fleiri samstarsaðilum er hér hlekkur á vinnuskjal sem er eins að uppbyggingu og umsóknareyðublað Vísindasiðanefndar á Eyðublaðavef stjórnarráðsins. Notið vinnuskjalið við undirbúning umsóknar. ATH Ífyllt vinnuskal telst ekki vera gild umsókn
Svör við athugasemdum nefndarinnar skal skila inn með venjulegum tölvupósti á vsn@vsn.is
Ekki skal senda sérstaka umsókn til Persónuverndar.