Að taka þátt í rannsókn

Til að auka við þekkingu á sjúkdómum og greiningu þeirra og bæta meðferð sjúkra þarf að stunda rannsóknir á fólki. Slíkar rannsóknir eru aldrei stundaðar að ástæðulausu. Aukin þekking, sem aflað er með rannsóknum, er ein leið til þess að ná betri árangri í að fyrirbyggja sjúkdóma, greina þá og ekki síst til þess að bæta meðferð og líðan sjúkra.

Hér á eftir fylgja upplýsingar sem eiga erindi við þig sem ert að velta fyrir þér hvort þú eigir að taka þátt í vísindarannsókn á heilbrigðissviði. Þar kemur fram hvernig þarf að standa að rannsókn til þess að hún verði heimiluð, hver réttindi þín sem þátttakanda eru og um hlutverk siðanefnda.

Áður en þú ákveður þig