Jólakveðja

Vísindasiðanefnd og starfsfólk hennar óskar öllum þátttakendum í vísindarannsóknum á heilbrigðissviði, svo og rannsakendum, árs og friðar og minnir á að þessar vísindarannsóknir eru mikilvægur liður í eflingu heilbrigðis í landinu. Þátttakendum í vísindarannsóknum á heilbrigðissviði er þakkað sérstaklega fyrir að vera með í þessum rannsóknum.

Skrifstofa Vísindasiðanefndar verður lokuð milli jóla og nýárs og opnar aftur að morgni 2. janúar 2018.