Gjaldtaka fyrir heimildir Vísindasiðanefndar væntanleg

Í samráðsgátt hefur verið komið fyrir drögum að breytingu á lögum nr. 44/2014 um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði sem fela í sér heimild til þess að setja reglugerð um gjaldtöku vegna heimilda til þess að hefja eða breyta vísindarannsókn á heilbrigðissviði (https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=133).

Markmið væntanlegs frumvarps er að styrkja starf Vísindasiðanefndar og gera henni kleift að hún geti uppfyllt þær lögbundnu skyldur sem henni eru faldar í lögum. Frestur til þess að skila inn umsögn er til 25. september nk.