Góðir starfshættir í rannsóknum

Góðir starfshættir í rannsóknum er þýðing og aðlögun á bæklingnum "God forskningssed" sem sænska Vísindaráðið gaf út í endurskoðari útgáu árið 2017. Í þýðinguna, sem gerð er með góðfúslegu leyfi sænska Vísindaráðsins, hefur verið bætt atriðum sem varða rannsóknir á Íslandi m.a. tilvísunum í lög ofl. Í heftinu er að finna umfjöllun um greinarmuninn milli laga og siðfræði, um leyfisveitingar fyrir rannsóknum, um ábyrgð í rannsóknum, um gæði og meðferð viðkvæmra upplýsinga, um rannsóknasamvinnu, útgáfu á niðurstöðum, um mismunandi hlutverk rannsakenda, um hagnýtingu á niðurstöðum og loks um óreiðu í rannsóknum.

Ritið er ætlað rannsakendum, ekki síst þeim sem hafa með höndum leiðsögn nemenda í rannsóknatengdu framhaldsnámi, en einnig nemendum sem eru að fikra sig inn á braut rannsókna.

Hér er hlekkur á heftið.