Á fundi Vísindasiðanefndar 19. júní 2018 samþykkti nefndin, með vísan til 3. mgr. 10. gr. laga nr. 44/2014 um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, svohljóðandi leiðbeinandi álit í máli nr. FS-18-020:
I
Hinn 5. mars sl. barst Vísindasiðanefnd bréf frá Velferðarráðuneytinu þar sem ráðuneytið óskaði eftir því að nefndin birti leiðbeinandi álit um mörkin milli sjúkratilfella og vísindarannsókna á mönnum með það að markmiði að skýra í hvaða tilvikum beri að sækja um leyfi Vísindasiðanefndar.