Forsíða

30. maí 2018 - 13:15

Heilbrigðisráðherra hefur sett reglugerð um skipulag vísindarannsókna á heilbrigðissviði eins og gert er ráð fyrir í lögum nr. 44/2014 um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Reglugerðin var unnin í náinni samvinnu við Vísindanefnd. 

Reglugerðin, nr. 520/2018, nær til vísindarannsókna á heilbrigðissviði sem framkvæmdar eru hér á landi að hluta eða að öllu leyti og gildir jafnt um vísindarannsókn á mönnum eða gagnarannsókn. Markmiðið er að tryggja að skipulag og framkvæmd þessara rannsókna sé með þeim hætti að siðferðileg og vísindaleg sjónarmið séu virt og persónuverndar gætt. 

28. maí 2018 - 11:30

Vísindasiðanefnd fundar 5. og 19. júní 2018.

11. maí 2018 - 10:45

Fundir Vísindasiðanefndar að loknu sumarhléi nefndarinnar fram til áramóta verða sem hér segir:

28. ágúst, 11. og 25 september, 9. og 23. október, 6. og 20. nóvember og 4. desember.

Fyrir sumarhlé nefndarinnar verða haldnir fundir 22. maí, 5. og 19. júní.

30. apríl 2018 - 14:45

Vísindasiðanefnd fundar þriðjudagana 8. og 22. maí.

4. apríl 2018 - 8:30

Fundir vísindasiðanefndar í apríl verða haldnir þriðjudaginn 10. apríl og þriðjudaginn 24 apríl.

Pages