Júnífundir Vísindasiðanefndar verða haldnir þriðjudagana 9. og 23. júní.
Skrifstofuhald nefndarinnar er óðum að færast í rétt horf og nefndin sjálf fer að hittast á fundum í stað fjarfundanna sem haldnir hafa verið að undanförnu og gefist vel..
Vísindasiðanefnd (VSN) metur vísindarannsóknir á heilbrigðissviði í þeim tilgangi að tryggja að þær samrýmist vísindalegum og siðfræðilegum sjónarmiðum. Leiki vafi á því hvort um vísindarannsókn á heilbrigðissviði er að ræða sker nefndin úr um það.
VSN metur samstarfsverkefni, fjölþjóðlegar rannsóknir, klínískar lyfjarannsóknir og aðrar áætlanir um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði sem ekki falla undir verksvið siðanefnda heilbrigðisrannsókna.
VSN skal taka þátt í almennri og fræðilegri umræðu á vettvangi lífsiðfræði, veita ráðgjöf og birta leiðbeinandi álit um viðfangsefni á verksviði nefndarinnar.
Vísindasiðanefnd
Vísindasiðanefnd 1. janúar 2019 - 31. desember 2022 Aðalmenn:
Sunna Snædal Jónsdóttir, sérfræðilæknir, formaður
Rögnvaldur G. Gunnarsson, lögfræðingur
Una Strand Viðarsdóttir, líffærafræðingur
Flóki Ásgeirsson, lögmaður
Védís Helga Eiríksdóttir, lýðheilsufræðingur
Sigurður Guðmundsson, læknir, Próf. em.
Henry Alexander Henrysson, heimspekingur
Skrifstofa VSN að Borgartúni 21, 105, Reykjavík er opin mánudag-föstudag 8:30-15:00.
Tölvupóstfang fyrir umsóknir og önnur formleg samskipti: vsn@vsn.is