Forsíða

12. janúar 2021 - 11:30

Minnt er á málþing Vísindasiðanefndar miðvikudaginn 13. janúar 2021, kl 13-16. Málþinginu verður streymt á slóðinni https://youtu.be/RoRm1PMlKyE

8. janúar 2021 - 14:45

Vísindasiðanefnd boðar til opins málþings um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði á tímum Covid-19.

Markmiðið er að leiða saman fulltrúa rannsóknasamfélagsins, heilbrigðisyfirvalda og eftirlitsaðila til að ræða þá möguleika og þær áskoranir sem felast í rannsóknum meðan á faraldri stendur. Til dæmis hafa vaknað spurningar um hvort núverandi regluumhverfi henti fyrir slíkar aðstæður og hvernig hagsmunum þátttakenda er best borgið. 

14. desember 2020 - 14:45

Breytingar verða gerðar Eyðublaðavefnum minarsidur.stjr.is.

Vefurinn verður lokaður á meðan á breytingunum stendur en verkið hefst 16. desember og lýkur seinni part 17. desember.
Upplýsingar um lokunina eru komnar á forsíðu vefsins.

 

9. desember 2020 - 9:15

Símkerfi Vísindasiðanefndar er komið í lag. Símtöl verða flutt til starfsmanna meðan unnið er að heiman.

9. desember 2020 - 9:00

Vísindasiðanefnd fundar sem hér segir á fyrrihluta árs 2021:

19. janúar

2. og 16. febrúar

2., 16. og 30. mars

13. og 27. apríl

11. og 18. maí

8. og 22. júní

Þessar dagsetningar kynnu að breytast óverulega að ákvörðun nefndarinnar. Slíkt yrði auglýst með góðum fyrirvara.

Pages