Alþjóðasamþykktir

Alþjóðasamþykktir eru af ýmsum toga og breytilegt er hve þær eru formlega bindandi. Sumar samþykktir eru til orðnar að frumkvæði starfsgreina (Helsinki-samþykkt alþjóðasamtaka lækna og CIOMS), samþykktir sem ríki eiga aðild að en ákvæðin eru lítt bindandi (UNESCO og Evrópuráðið) og svo enn aðrar sem líta ber á sem lög eða ígildi þeirra (t.d. tilskipanir og einkum reglugerðir Evrópusambandsins).

Áhrif þessara alþjóðasamþykkta birtast með skýrum hætti í lagasetningu einstakra landa, við ákvarðanir um birtingu greina í virtum fræðiritum og í þeim kröfum sem gerðar eru til aðila sem vilja taka þátt í alþjóðlegu vísindasamstarfi á heilbrigðissviði.